Lokabaul í Skálholti

3. júní 2019

Lokabaul í Skálholti

Skálholt

Það verða mikil umskipti í Skálholti á næstu dögum.

Kirkjuráð tók þá ákvörðun á fundi sínum hinn 9. janúar s.l. að stefnt yrði að því að afleggja búskap í Skáholti í sinni núverandi mynd. Stjórn Skálholts mun auglýsa eftir ráðsmanni sem verður búsettur í Skálholti, leigi jörðina eða verði þar sem ábúandi.

Búskapur hefur verið í Skálholti frá landnámstíð.

Strangar kröfur eru gerðar í nútíma mjólkurframleiðslu og fjósið í Skálholti hefur ekki staðist þær og verið rekið á undanþágum hin síðari ár. Miklum fjármunum þyrfti að verja til að gera fjósið nútímalegt og var því farin sú leið að leggja niður búskapinn fremur en að byggja hann upp. Mjólkurkvóti Skálholts hefur verið um 80 þúsund lítrar á ári.

Í dag og fram til 7. júní verða mjólkurkýr, kvígur og kálfar, til sölu. Og ekki bara búsmalinn heldur og tæki og tól eins og mjólkurtankur og rörmjaltatæki.

Gestur Einarsson, bóndi í Skálholti, sýnir gripina og veitir upplýsingar.

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Skipulag

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík