Nýr prestur vígður

4. október 2021

Nýr prestur vígður

Frá prestsvígslunni í gær í Dómkirkjunni. Frá vinstri, fremsta röð: sr. Bjarni Karlsson, sr. Matthildur Bjarnadóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Efri röð, frá vinstri: sr. Sunna Dóra Möller, sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Sveinn Valgeirsson - mynd: hsh

Það var sólríkur dagur í gær þegar prestsvígsla fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígði Matthildi Bjarnadóttur, mag. theol., til prests. Mun hún þjóna að æskulýðsmálum í Garðasókn  og jafnframt Erninum, minningar-og styrktarsjóði.Starf Arnarins snýst meðal annars um börn og unglinga á Íslandi sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum. Vídalínskirkja í Garðabæ er bakhjarl hans.

Það sem gerði þessa vígsluathöfn óvenjulega var hversu mörg af þeim sem komu að vígslunni eru náin vígsluþega

Sr. Matthildur sem vígð var er dóttir sr. Jónu Hrannar Bolladóttur og sr. Bjarna Karlssonar. Tvö móðursystkini hennar voru vígsluvottar, sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Þá var sr. Sunna Dóra Möller vígsluvottur en hún er kona sr. Bolla Péturs. Sr. Henning Emil Magnússon, prestur í Garðasókn, var einnig vígsluvottur. Fyrir altari þjónaði svo Dómkirkjupresturinn, sr. Sveinn Valgeirsson. 

Því má segja að þetta hafi verið mikil hátíðarstund í fjölskyldunni í gær sem og í kirkjunni.

hsh


Frá prestsvígslunni - yfirlagning handa að hætti postulanna 

  • Biskup

  • Frétt

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní