Djákni vígður

29. nóvember 2021

Djákni vígður

Frá vinstri: Brynhildur Ósk, Vilborg Ólöf, sr. Agnes, Margrét, sr. Elínborg; efri röð: sr. Hans Guðberg, sr. Henning Emil, og Andrés - mynd: hsh

Í gær kl. 13.00 vígði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, djáknakandidat Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur, til þjónustu við Bessastaðasöfnuð í Garðaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar voru djáknarnir Brynhildur Ósk Sigurðardóttir, Margrét Gunnarsdóttir og prestarnir sr. Henning Emil Magnússon, sr. Elínborg Sturludóttir, Andrés Sigurðsson, formaður Bessastaðasóknar, og sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur, sem lýsti vígslu.

Vilborg Ólöf Sigurðardóttir er fædd 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2003. Þá lauk hún MBA-námi við Háskólann í Reykjavík 2006; lauk og prófi sem viðurkenndur bókari frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2016, og BA-djáknaprófi í guðfræði 2021. Þá stefnir hún að því að ljúka einnig diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu frá endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2022.

Vilborg Ólöf  býr að fjölþættri reynslu innan hjúkrunar- og umhyggjugeirans. Hún mun vinna sem djákni í hálfu starfi.

Foreldrar hennar eru Brynhildur Ósk Sigurðardóttir, djákni, sem var einn af vígsluvottunum, og sr. Sigurður H. Guðmundsson, fyrrum prestur í Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði, sem lést 2019.

Eiginmaður Vilborgar Ólafar  er Jóhannes Rúnar Jóhannsson, héraðsdómari, og eiga þau fjögur börn.

hsh


  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Vígsla

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní