Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júlí 2025

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

Margrét Rut Valdimarsdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Húnavatnsprestakalli með sérstakar skyldur við Skagaströnd.

Margrét Rut Valdimarsdóttir mag. theol. hefur verið ráðin í starfið

Margrét Rut fæddist í Reykjavík árið 1977 og sleit barnsskónum á Seltjarnarnesi.

Foreldrar hennar eru Valdimar Eggertsson, verslunarmaður og Ásta Margrét Sigurjónsdóttir, húsmóðir.

Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2006 og vann lengi sem leikskólakennari og deildarstjóri á Ásborg, sem í dag heitir Sunnuás og svo síðar í Vinagerði.

Margrét Rut tók 60 eininga diplómu í djáknafræðum sem hún kláraði og fór svo aftur í fullt guðfræðinám árið 2020 með það að markmiði að verða prestur og útskrifaðist með mag. theol. gráðu í júní síðast liðnum.

Margrét Rut er gift Steindóri Hrannari Grímssyni og saman eiga þau þrjú börn, Valdimar 27 ára, Ásdísi 22 ára og Hrannar 18 ára.

Steindór er rennismiður og trésmiður.

Undanfarin ár hefur Margrét Rut eins og áður sagði unnið sem leikskólakennari, en auk þess sem virkniþjálfi í félagsheimilinu Borgum í Grafarvogi og sem kirkjuvörður í Langholtskirkju.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní